Ferill 737. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1163  —  737. mál.

1. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytinga á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (starfslok óbyggðanefndar o.fl.).

Frá Teiti Birni Einarssyni, Jóni Gunnarssyni, Vilhjálmi Árnasyni, Birgi Þórarinssyni og Óla Birni Kárasyni.


     1.      Á eftir 4. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Við 7. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
              Ákvæði 1. mgr. taka ekki til landsvæða utan strandlengju meginlandsins.
     2.      Við 5. gr. bætist nýr liður, a-liður, svohljóðandi: Orðin „sbr. þó 10. gr. a“ í 1. mgr. 10. gr. laganna falla brott.
     3.      6. gr. orðist svo:
             10. gr. a laganna fellur brott.

Greinargerð.

    Í 1. tölul. er lagt til að valdsvið óbyggðanefndar verði takmarkað við landsvæði innan meginlandsins og í 3. tölul. er fellt brott ákvæði um málsmeðferð mála sem taka til landsvæða sem eru utan þess svæðis, þ.e. eyjar, sker, drangar o.fl. Hefur breytingin í för með sér að öll yfirstandandi mál sem taka til landsvæða utan meginlandsins falla niður.